sunnudagur, maí 11, 2008

líkur lækna brandaranum sem ég setti fyrir fáum mínútum

Konan við húsbóndann: Vinur þinn er kominn, hann Kristinn sem þú hefur ekki hitt í langan tíma!

Ég vil ekki hitta hann, segðu honum að ég sé ekki heima.
Konan hlýðir húsbóndanum og fer til vinar hans og segir: Því miður er hann ekki heima!
vinurinn segir: Já, það er þannig. Segðu honum þá að ég hafi ekki komið!

læknir

Konan við húsbóndann: Læknirinn er kominn.

Ég vil ekki hitta hann, segðu honum að ég sé veikur!

Læknir, læknir!

Læknir, læknir! Ég held ég sé orðinn blindur!

Já það held ég líka, þett'er Pósthúsið!

smá gáta hér.

Af hverju hætti tannlæknirinn störfum?

Hann reif kjaft!

Tveir strákar spjalla.

Ég heyrði nýjan brandara um daginn! Var ég búinn að segja þér hann??

Ég veit það ekki. Er hann fyndinn?
Já!
Þá hefur þú ekki sagt mér hann!

Matarboð.

Í matarveislunni hvíslar mamman við son sinn:

Hvers vegna lagðir þú engin hnífapör við diskinn hjá Jóa frænda!?
Sonurinn segir upphátt:
Ja sko! Ég hélt að Jói þyrfti engin hnífapör. Þú sagðir að hann borðaði eins og svín!

brandari, fann engan titil. hehe

Einu sinni var kúreki sem kom inní einn bæ í vestrinu og batt hestinn sinn við staur og labbaði inní krá. Á kránni drakk hann nokkra bjóra og eftir það fór hann út. Þegar hann kom út sá hann að hesturinn hans var ekki þarna. Hann sagði því upphátt við sjálfan sig: Þegar ég kem aftur út eftir 5 mínútur og hesturinn minn verður ekki þarna, verð ég að NEYÐAST til að gera það sama og ég gerði í Texas! 5 Mínútum seinna var hann búinn að drekka 2-3 bjóra og kom út, hann sá að tveir ræningjar voru að koma labbandi bak við hús með hestinn og sögðu: Heyrðu, fyrst þú varst svona harður þarna áðan! Hvað gerðirðu eiginlega í Texas!? Kúrekinn svaraði: Ah.... Heyrðu... Ég labbaði heim!

Gáta...

Hvað sagði asninn við heimska páfagaukinn?


Látt'ekki eins og asni!!!

Hahahahahahahhaaaaaaahhhaaaa!!

Hafnfirðingur, Akureyringur og Reykvíkingur

höfðu verið staddir á eyðieyju í 3 daga og voru að svelta, en allt í einu var akureyringurinn svo svangur að hann fór að byrja að borða sand, þegar hann var búinn að borða dálítinn sand fann hann flösku í sandinum, hann opnaði því flöskuna og úr henni kom andi, andinn sagði: úr því þið frelsuðuð mig úr þessum eilífðarsvefni gef ég ykkur öllum því eina ósk. Akureyringurinn sagði því: úr þ´vi ég fann flöskuna má ég óska fyrst, ég óska þess að ég komist heim til fjölskyldurinnar minnar, Reykvíkingurinn óskaði næst því sama. Hafnfirðingurinn var því einn eftir með óskina sína og sagði: fyrst ég er hér einn eftir og einmanna óska ég hinum hingað aftur.

snúið aftur

Já sææll! Ég hætti með síðuna þarna árið 2005 en ég er að spá í að setja nokkra brandara og reyna að finna eitthverjar gátur til að setja inná þessa síðu.